miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki sjö vetra hryssa

28. ágúst 2019 kl. 08:00

Elja frá Sauðholti

Gullgóðar hryssur sýndar í þessum aldursflokki á árinu

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Í flokki sjö vetra hryssa er það Elja frá Sauðholti 2 sem er hæst dæmd í þeim flokki árið 2019. Elja er undan Brimni frá Ketilsstöðum og Góu frá Leirulæk. Ræktendur hennar eru Jakob S. Þórarinsson og Sigrún Þóroddsdóttir en eigendur eru Kronshof GbR og Egger-Meier Anja. Sýnandi á Elju var Árni Björn Pálsson.

Næst hæst dæmda hryssan í þessum flokki er Viðja frá Hvolsvelli. Viðja er undan Frakki frá Langholti og Orku frá Hvolsvelli. Ræktendur eru Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir en eigendur eru Egger-Meier Anja og Bjarni Jónasson sem einnig sýndi hryssuna.

Vaka frá Narfastöðum hlaut þriðja hæstan dóm á árínu. Vaka er undan Vita frá Kagaðarhóli og Heklu frá Hofsstaðaseli. Ræktendur og eigendur eru Bergur Gunnarsson og Rósa María Vésteinsdóttir en sýnandi hennar var Teitur Árnason.

Hér má sjá tíu hæst dæmdu hryssunar fæddar á Íslandi

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.76

World Championships 2019 Berlin

Elja

Sauðholti 2

8.72

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Viðja

Hvolsvelli

8.7

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Vaka

Narfastöðum

8.68

Kåring 2 Herning

Spá

Kvistum

8.63

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Þökk

Prestsbæ

8.57

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Halla

Flekkudal

8.51

Margaretehof

Skipting

Prestsbæ

8.5

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Fífa

Stóra-Vatnsskarði

8.49

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu -seinni vika 22. til 26. júlí.

Flikka

Höfðabakka

8.46

Vorsýning Spretti í Kópavogi -fyrri vika, 3. til 6. júní.

Hremmsa

Álftagerði III