miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki sex vetra stóðhesta

2. september 2019 kl. 09:00

Þór frá Torfunesi

Þór frá Torfunesi er hæst dæmdi sex vetra stóðhesturinn í ár

 

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Í flokki sex vetra stóðhesta er það Þór frá Torfunesi sem hæstan dóm hlaut árið 2019. Þór er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi. Ræktandi Þórs er Baldvin Kristinn Baldvinsson í Torfunesi en eigandi er Torfunes ehf. Sýnandi á Þór var Gísli Gíslason.

Næst hæstan dóm á árínu hlaut Spaði frá Stuðlum. Spaði er undan Barða frá Laugarbökkum og heiðursverðlaunahryssunni Þernu frá Arnarhóli. Ræktendur eru Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir en sýnandi á honum var Árni Björn Pálsson.

Fulltrúi Íslands í þessum flokki á Heimsmeistaramótinu í Berlín hlaut þriðja hæsta dóm ársins en það er Spaði frá Barkarstöðum. Spaði er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Væntingu frá Hruna. Ræktandi Spaða er Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sýnandi á honum var Helga Una Björnsdóttir.

Hér má sjá tíu hæst dæmdu sex vetra stóðhestanna sem fæddir eru á Íslandi

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.8

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Þór

Torfunesi

8.73

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Spaði

Stuðlum

8.68

Sörlastaðir dagana 27. til 29. maí

Spaði

Barkarstöðum

8.67

Síðsumarssýning Brávöllum á Selfossi,

Álfaklettur

Syðri-Gegnishólum

8.61

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Ísak

Þjórsárbakka

8.58

Vorsýning Spretti í Kópavogi -fyrri vika, 3. til 6. júní.

Sólon

Þúfum

8.54

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Adrían

Garðshorni á Þelamörk

8.51

Vorsýning Spretti í Kópavogi -fyrri vika, 3. til 6. júní.

Safír

Mosfellsbæ

8.51

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Vörður

Vindási

8.5

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Sproti

Þjóðólfshaga 1