miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki sex vetra hryssa

29. ágúst 2019 kl. 17:00

Eyrún Ýr og Eyrún Ýr á HM 2019

Eyrún Ýr frá Hásæti er hæst dæmda sex vetra hryssan í heiminum í ár.

 

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Í flokki sex vetra hryssa er það Eyún Ýr frá Hásæti sem er hæst dæmda hryssa ársins. Eyrún Ýr er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Séð frá Hásæti. Ræktandi hennar er Fjölnir Þorgeirsson. Sýnandi í hæsta dómi var Teitur Árnason. Nafna hennar Eyrún Ýr Pálsdóttir sýndi hana á heimsmeistaramótinu í Berlín þar sem Eyrún Ýr stóð efst í sínum flokki.

Næst hæstan dóm hlaut Bylgja frá Seljatungu. Hún er, eins og Eyrún Ýr, undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Kviku frá Syðri-Gegnishólum. Ræktandi hennar er Ólafur Jósefsson en eigandi er Karl Áki Sigurðsson. Sýnandi Bylgju var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir.

Þriðja hæsta dóm ársins hlaut Stjörnuspá frá Þúfum. Hún er undan Stjörnustæl frá Dalvík og Lýsingu frá Þúfum. Eigendur og ræktendur eru Mette Mannseth og Gísli Gíslason en það var Mette sem sýndi hryssuna.

Hér má sjá tíu hæst dæmdu sex vetra hryssunar sem fæddar eru á Íslandi

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.6

Vorsýning Spretti í Kópavogi -fyrri vika, 3. til 6. júní.

Eyrún Ýr

Hásæti

8.54

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -seinni vika 11. til 14. júní.

Bylgja

Seljatungu

8.53

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Stjörnuspá

Þúfum

8.52

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Urður

Akureyri

8.51

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Evíta

Litlu-Brekku

8.5

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu - þriðja vika, 29. júlí til 1. ágúst.

Þórhildur

Efri-Brú

8.5

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

Rispa

Hólum

8.46

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Álfanótt

Vöðlum

8.43

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Erla

Stóra-Vatnsskarði

8.43

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Drift

Höfðabakka