mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki fjögurra vetra stóðhesta

5. september 2019 kl. 09:00

Leynir frá Garðshorni

Leynir frá Garðshorni er hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur ársins

 

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Leynir frá Garðshorni á Þelamörk er hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhesturinn í ár. Leynir er undan Höfðingja frá Garðshorni á Þelamörk og Grósku frá Garðshorni á Þelamörk. Ræktandi eru Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon. Eigendur eru Sporthestar ehf. Sýnandi á Leyni er Agnar Þór Magnússon

Hávaði frá Haukholtum hlaut næst hæstan dóm í ár. Hávaði er undan Ómi frá Kvistum og Eldingur frá Haukholtum. Ræktandi er Þorsteinn Loftsson en hann er einnig eigandi ásamt Lóu Dagmar Smáradóttur. Sýnandi á Hávaða er Daníel Jónsson.

Pensill frá Hvolsvelli hlaut þriðja hæsta dóm ársins. Pensill er undan Ölni frá Akranesi og Hörpu-Sjöfn frá Hvolsvelli. Ræktendur og eigendur eru Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir en sýnandi er Elvar Þormarsson

Hér má sjá lista yfir tíu hæst dæmdu fjögurra vetra stóðhetsa landsins

 

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.56

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Leynir

Garðshorni á Þelamörk

8.44

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Hávaði

Haukholtum

8.39

Sörlastaðir dagana 27. til 29. maí

Pensill

Hvolsvelli

8.37

Vorsýning á Akureyri, 18. til 20. júní.

Glundroði

Garðshorni á Þelamörk

8.23

Vorsýning á Akureyri, 18. til 20. júní.

Atli

Efri-Fitjum

8.2

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Kunningi

Hofi

8.14

Vorsýning á Akureyri, 18. til 20. júní.

Kakali

Garðsá

8.11

Sörlastaðir dagana 27. til 29. maí

Gljátoppur

Miðhrauni

8.06

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Djákni

Skipaskaga

8.04

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu -fyrri vika 15. til 19. júlí.

Mýrkjartan

Akranes

8.04

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu- fyrri vika 3. til 7.júní.

Hilmir

Hamarsey