mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki fjögurra vetra hryssa

7. september 2019 kl. 09:00

Hér heldur Inga Jensen í þær Álfamær og Þrá frá Prestsbæ

Álfamær frá Prestsbæ hæst dæmda hryssan í ár í flokki fjögurra vetra

 

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Hæst dæma hryssan í þessum flokki er Álfamær frá Prestsbæ. Ræktendur og eigendur eru  Inga og Ingar Jensen. Sýnandi hennar er Þórarinn Eymundsson. Álfamær er undan Spuna frá Vesturkoti og Þóru frá Prestsbæ. Þóra á því hæst dæmdu hryssuna bæði í flokki þeirra sem eru fjögurra vetra og einnig fimm vetra, hana Þrá frá Prestsbæ.

Næst hæst á árinu er Lóa frá Efsta-Seli. Ræktendur hennar eru Hilmar Sæmundsson og Daníel Jónsson. Eigandi er Gæðingar ehf. Daníel Jónsson sýndi hryssuna. Faðir Lóu er Arion frá Eystra-Fróðholti og móðir er Lady frá Neðra-Seli.

Sú sem þriðja hæstan dóm hlaut er Mánadís frá Feti. Ræktandi er Hrossaræktarbúið FET ehf en eigandi er Fet ehf. Sýnandi á henni er Ólafur Andri Guðmundsson. Mánadís er undan Eld frá Torfnunesi og Vigdísi frá Feti.

Hér má sjá tíu hæst dæmdu hryssur í flokki fjögurra vetra

 

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.38

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Álfamær

Prestsbæ

8.35

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Lóa

Efsta-Seli

8.24

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -seinni vika 11. til 14. júní.

Mánadís

Feti

8.24

Fjórðungsmót Austurlands -Hornafirði

Dagmar

Hjarðartúni

8.19

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

Hreyfing

Akureyri

8.17

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Fiðla

Seljatungu

8.13

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

För

Kýrholti

8.07

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Assa

Kílhrauni

8.04

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Talía

Skrúð

8.03

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

Kamma

Sauðárkróki