fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki fimm vetra stóðhesta

4. september 2019 kl. 09:58

Viðar frá Skör og Árni Björn Pálsson

Viðar frá Skör er hæst dæmdi hestur ársins í þessum aldursflokki

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn í ár er Viðar frá Skör. Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi og eigandi er Karl Áki Sigurðsson. Sýnandi á Viðari var Árni Björn Pálsson.

Næst hæstan dóm hlaut Eldjárn frá Skipaskaga. Eldjárn undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu og Glímu frá Kaldbak. Ræktandi Eldjárns er Jón Árnason en eigandi er Skipaskagi ehf.

Hamur frá Hólabaki er þriðji hæst dæmdi hesturinn í ár fæddur á Íslandi en hann hlaut sinn hæsta dóm á kynbótasýningu í Þýskalandi. Ræktandi Hams er Björn Magnússon en eigendur eru Tryggvi Björnsson og Stald Ulbæk. Tryggvi Björnsson var einnig sýnandi á hestinum og voru þeir fulltrúar Íslands á heimsmeistaramóti þar sem þeir hrepptu silfur í flokki fimm vetra stóðhesta.

Hér má sjá tíu efstu hesta sem fæddir eru á Íslandi.

 

 

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.68

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Viðar

Skör

8.65

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Eldjárn

Skipaskaga

8.49

FIZO Verden

Hamur

Hólabaki

8.45

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Kastor

Garðshorni á Þelamörk

8.45

FIZO Verden

Stormur

Hólabaki

8.4

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Már

Votumýri 2

8.39

Vorsýning Spretti í Kópavogi -fyrri vika, 3. til 6. júní.

Hjörvar

Rauðalæk

8.39

FIZO Stutensee auf dem Vorsenzhof

Krókur

Stóra-Hofi

8.39

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Skutull

Hafsteinsstöðum

8.38

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Tumi

Jarðbrú