miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki fimm vetra hryssa

6. september 2019 kl. 09:00

Þrá frá Prestsbæ

Þrá frá Prestsbæ er hæst dæmda hryssan í þessum aldursflokki

 

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Hæst dæmda hryssan í þessum flokki er Þrá frá Prestsbæ. Ræktendur hennar eru Inga og Ingar Jensen. Sýnandi er Þórarinn Eymundsson. Þrá er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Þóru frá Prestsbæ.

Næst hæstan dóm hlaut Sigurrós frá Stuðlum. Ræktendur hennar eru Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir en eigendur eru Páll Stefánsson, Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson. Sigurrós er undan Dyni frá Dísarstöðum og Stöku frá Stuðlum. Sýnandi hennar er Árni Björn Pálsson.

Þriðja hæst dæmda hryssan er Dröfn frá Stykkishólmi. Ræktandi og eigandi hennar er Valentínus Guðnason. Dröfn er undan Hágangi frá Narfastöðum og Tvíbrá frá Árbæ. Sýnandi er Árni Björn Pálsson

Hér má sjá tíu hæst dæmdu hryssur í flokki fimm vetra

 

 

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Nafn

Uppruni í þgf.

8.58

Vorsýning á Hólum í Hjaltadal, 3. til 7. júní.

Þrá

Prestsbæ

8.56

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Sigurrós

Stuðlum

8.53

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Dröfn

Stykkishólmi

8.46

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Ronja

Hólaborg

8.45

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu -seinni vika 22. til 26. júlí.

Eldey

Strandarhjáleigu

8.44

Kåring 3 Hedeland

Eir

Fossnesi

8.41

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

Krækja

Kommu

8.4

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

Krafla

Austurási

8.4

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

Svarta Perla

Álfhólum

8.33

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

Eivör

Torfunesi