mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Tími til komin, var búin að bíða eftir þessu leiðinlega lengi"

23. júlí 2012 kl. 11:48

"Tími til komin, var búin að bíða eftir þessu leiðinlega lengi"

"Það var tími til komin en ég var búin að bíða eftir þessu leiðinlega lengi," sagði Guðmundur F. Björgvinsson eftir úrslitin í fjórgangnum í gær. Guðmundur keppti á Hrímni frá Ósi en þeir félagar voru í öðru sæti á Landsmótinu. Síðustur ár hefur Guðmundur, fjórum sinnum, lent í öðru sæti á Landsmótum og því var sigurinn í gær kærkominn.

"Hrímnir er frábær hestur, fet, yfirferð og brokk frábært og hæga töltið er miklu betra en það var í dag. Þetta var eins og ég bjóst við. Þetta er ungur hestur á fyrsta keppnisári svo það var svolítið af þröskuldum sem við þurftum að fara í gegnum en þetta slapp." sagði Guðmundur en hart var barist fram á lokamínútu í úrslitunum en Hekla Katharína og Guðmundur skiptust á að vera í efsta sæti fram á seinustu gangtegund.  

Aðspurður um framtíðina segist Guðmundur stefna með Hrímni á heimsmeistaramót, "Hrímnir fer í merar núna og svo byrjum við þjálfun aftur næsta haust. Ég er að vonast til að ég fái að vera með hann þangað til á heimsmeistaramótinu í Danmörku eftir þrjú ár. Mig langar til þess en svo getur verið að þetta þróist öðruvísi," sagði Guðmundur brosandi enda yfir sig ánægður með sigurinn.