þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

31. maí 2013 kl. 00:25

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

Tímavélin er með aðeins öðruvísi sniði þessa vikuna en með hjálp frá fréttastofu RÚV gátum við stillt tímavélina á árið 1990. Við erum skyndilega stödd á landsmóti hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.

Landsmót hestamanna eru iðulega mikil skemmtun þar sem saman kemur gríðarlegur fjöldi hestaáhugamanna. Dagskráin var stútfull að venju og um tíu þúsund manns voru saman komin á mótsvæðinu.

Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á mótinu. Tók hún meðal annars þátt í hópreið á vegum hestamannafélaga landsins og reið þar gráum fáki.

 Aldrei að vita nema einhver lesandi okkar sjái glitta í sjálfan sig, 23 árum yngri en hann er í dag!,“ segir í frétt á Pressunni en hér má sjá umfjöllun Ríkissjónvarpsins  um landsmót hestamanna árið 1990, sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.

HÉR MÁ SJÁ VIDEÓIÐ