miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímarnir breytast og verðmatið með

25. mars 2014 kl. 13:17

Snjall frá Gerðum og Olil Amble. Mynd birtist í tímaritinu NT 3. júlí 1985.

Snjall frá Gerðum seldur

Tímarnir breytast og verðmatið með

"Snjall frá Gerðum seldur ásamt ellefu hrossum frá Skarði. Kaupverðið um þrjár milljónir.”

Þetta var fyrirsögn á frétt sem birtist í Morgunblaðinu 1. mars árið 1989. Snjall var talin vera einn besti fjórgangs hestur landsins á þessum tíma. Olil Amble var lengi knapi á Snjall en þau sigruðu meðal annars töltið á LM 1986 og á Íslandsmóti sama ár.

Í fréttinni kemur fram að Snjall hafi verið metinn á 600.000 kr. sem er á núvirði um 1.950.000 kr. Má ætla að hestur í dag sem býr að sambærilegum árangri í keppni og Snjall væri verðlagður töluvert hærra.