laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilþrif og stemning á Barkamótinu

21. mars 2010 kl. 10:20

Tilþrif og stemning á Barkamótinu

Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni sigraði með glæsibrag opna flokkinn á Barkamótinu, sem fram fór í Reiðhöllinni í Víðidal á laugardagskvöld.  Kjartan Guðbrandsson á Sýni frá Efri-Hömrum stóð uppi sem sigurvegari í áhugamannaflokki og Ellen María Gunnarsdóttir á Lyftingu frá Djúpadal endurtók leikinn frá því í fyrra og varð efst í flokki 17 ára og yngri.

Keppnin í öllum flokkum var hörð, en baráttan drengileg. Mikil stemmning var í Reiðhöllinni og knöpum og hestum klappað lof í lófa fyrir mögnuð tilþrif.

Barki ehf. gaf glæsileg verðlaun á mótinu, auk þess sem allir verðlaunahafar fengu Marstall fóðurpoka. Unglingarnir sem höfnuðu í efstu sætunum í sínum flokki fengu vegleg gjafabréf frá Hestagallerý og Freyja færði þeim páskaegg.

Úrslit urðu eftirfarandi:

A-úrslit

Opinn flokkur
Sæti    Keppandi     
1    Arna Ýr Guðnadóttir   / Þróttur frá Fróni   7,83
2    Elvar Þormarsson   / Skuggi frá Strandarhjáleigu  7,67
3    Berglind Ragnarsdóttir   / Frakkur frá Laugavöllum 7,28
4    Sara Ástþórsdóttir / Máttur frá Leirubakka   7,05
5    Lena Zielinski   / Fura frá Langholtsparti   7,00
6    Ríkharður Flemming Jensens / Hængur frá Hæl  6,99  

Áhugamannaflokkur
Sæti     Keppandi    
1     Kjartan Guðbrandsson   / Sýnir frá Efri-Hömrum  7,17
2     Rósa Valdimarsdóttir   / Íkon frá Hákoti   6,89
3    Halla María Þórðardóttir / Brimar frá Margrétarhofi 6,61
4     Þóranna Másdóttir   / Glæða frá Dalbæ   6,39
5     Erla Björk Tryggvadóttir   / Flúð frá Vorsabæ II  6,39
6     Gunnar Már Þórðarson   / Önn frá Ketilsstöðum  6,06  
Flokkur 17 ára og yngri
    
Sæti     Keppandi  
1     Ellen María Gunnarsdóttir   / Lyfting frá Djúpadal  6,61
2     Arnór Dan Kristinsson   / Ásdís frá Tjarnarlandi  6,39
3     Rakel Jónsdóttir   / Spyrna frá Vorsabæ II   6,00
4     Hrafnhildur Sigurðardóttir   / Faxi frá Miðfelli 5  5,78
5     Rebekka Rut Petersen   / Magni frá Reykjavík  5,72
6  Nína María Hauksdóttir /Ófeigur frá Syðri Ingveldarstöðum  5,6

 
B-úrslit

Opinn flokkur
      
Sæti     Keppandi   
1     Sara Ástþórsdóttir  / Máttur frá Leirubakka   7,11
2     Ríkharður Flemming Jensen / Hængur frá Hæl  7,11
3     Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Vera frá Laugarbökkum 6,94
4     Davíð Jónsson   / Heimir frá Holtsmúla 1   6,72
5     Hrefna María Ómarsdóttir   / Vaka frá Margrétarhofi 6,67

Áhugamannaflokkur
         
Sæti     Keppandi   
1     Halla María Þórðardóttir   / Brimar frá Margrétarhofi 6,56
2     Guðni Hólm Stefánsson   / Smiður frá Hólum  6,28
3     Erla Katrín Jónsdóttir   / Fleygur frá Vorsabæ 1  6,17
4     Hólmfríður Kristjánsdóttir   / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 5,94
5     Liga Liepina   / Drífa frá Vindási    5,83

Flokkur 17 ára og yngri
     
Sæti     Keppandi   
1     Nína María Hauksdóttir / Ófeigur frá Syðri-Ingveldarstöðum 5,67
2     Heiða Rún Sigurjónsdóttir   / Draumur frá Hjallanesi 1 5,50
3     Ragna Brá Guðnadóttir   / Glotti frá Fróni   5,22
4     Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson   / Freyr frá Ási 1  5,17
5     Þórunn Þöll Einarsdóttir   / Mozart frá Álfhólum  5,06