miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilþrif í Uppsveitadeildinni - Úrslit og myndir

12. febrúar 2011 kl. 15:01

Tilþrif í Uppsveitadeildinni - Úrslit og myndir

Fyrsta mót í Uppsveitadeildinni fór fram í gær í Reiðhöllinni á Flúðum. Þar öttu kappi félagar úr hestamannafélögunum Smára, Loga og Trausta.

Keppt var í smala og var mikil barátta fram á síðustu mínútu, að er fram kemur á heimasíðu Smára. Riðnar voru tvær umferðir þar sem betri árangur gildir og gátu knapar unnið sér sæti í 10 manna úrslitaumferð.

“Tíu efstu safna stigum í einstaklingskeppni og eins fyrir sitt lið svo til mikils var að vinna. Einbeitningin var gríðarleg og heilmikið var um frábær tilþrif og skemmtu áhorfendur sér vel enda var húsfylli í reiðhöllinni og vonandi er það ávísun á frábæra skemmtun á komandi keppnum deildarinnar.”

Næst verður keppt í fjórgangi þann 4 mars næstkomandi. 

Úrslit urðu svo:

1. Einar Logi Sigurgeirsson, Vormenn – 286 stig
2. Aðalheiður Einarsdóttir, Haukarnir – 280 stig
3. Gunnlaugur Bjarnason, Land og hestar – 270 stig
4. Bjarni Birgisson, Land og hestar – 246 stig
5. Knútur Ármann, Hótel Geysir/ Ástund – 222 stig
6. Sigvaldi Lguðmunsson, Jáverk – 212 stig
7. Guðrún S. Magúsdóttir, Jáverk – 206 stig
8. Ingvar Hjálmarsson            , Vormenn – 188 stig
9. Guðmann Unnsteinsson, O.K. Phrospectics -168 stig
10. Hólmfríður Kristjánsdóttir  , O.K. Phrospectics – 0 stig

 

Staðan í Liðakeppni eftir mótið

1. Land og hestar – 15 stig
2. Vormenn – 13 stig
3. Jáverk -9 stig
4. Haukarnir – 9 stig
5. Hótel Geysir/Ástund – 6 stig
6. O.K. Phrospectics -3 stig
7. Byko – 0 stig