mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilraunaverkefni í járningum

12. janúar 2014 kl. 14:20

Sigurður Sæmundsson mun verða leiðbeinandi á námskeiðinu ásamt Sigurður Torfa

Fyrsti vísir að skipulögðu járninganám á Íslandi

Nú í vetur og á vordögum mun fara fram námskeið í járningum sem er tilraunaverkefni styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námskeiðið fer fram á vegum Fræðslunets Suðurlands og er ætlað fullorðnum einstaklingum sem getu hugsað sér að vinna sem járningamenn í framtíðinni.

Námið fellur vel að stefnu Járningamannafélags Íslands, í menntamálum og hefur stjórn JÍ líst yfir stuðningi við verkefnið og verður jafnframt umsagnaraðili í stefnumótun námsins í framtíðinni. Námið verður byggt upp með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru til járningamanna í Evrópu og til lengri tíma litið gæti þetta orðið grunnur að heilsteyptu námi til járningamanns sem gæfi mönnum réttindi hvar sem er í Evrópu og jafnvel víðar um heim.

Kennt verður eftir nýrri kennslubók ,,Járningar og hófhirða, kennslu bók í járningum  ̋, en sú bók var skrifuð að tilstuðlan Fræðslunets Suðurlands og verkefnið styrkt af Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Þróunarfjárnefnd hrossaræktarinnar. Höfundur bókarinnar er Sigurður Torfi Sigurðsson, en hann mun einnig vera leiðbeinandi á  námskeiðinu ásamt Sigurði Sæmundssyni. Lengd námskeiðsins eru 60 kennslustundir, bæði í bóklegu- og verklegu formi, ásamt sýnikennslu þegar á við.

Tekið er á móti skráningum hjá Fræðsluneti Suðurlands s. 560-2030, sjá nánar um skráningu í Námsvísi  fyrir vorönn 2014.  http://fraedslunet.is/index.php/namskeidh/n%C3%A1mskei%C3%B0/276-jarningar-og-hofhirdha-60-kennslustundir