sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilnefningar til knapa ársins 2011

22. október 2011 kl. 12:04

Tilnefningar til knapa ársins 2011

Nú hefur valnefnd sú er hefur það verk á sínum höndum að tilnefna knapa til verðlauna á Uppskeruhátíð hestamanna, gefið út tilnefningar sínar. Sem fyrr eru tilnefndir fimm knapar í sex flokkum.

Verk nefndarinnar er mikið og í ár var það sérlega vandasamt vegna þeirra aðstæðna að haldin voru bæði landsmót og heimsmeistaramót, sem er jú einsdæmi. Baráttan um titlana er því gífurlega hörð í ár og spennan um það hver hreppir svo titlana í hverjum flokki fyrir sig mun stigmagnast fram að hátíðinni.

Hér fyrir neðan kemur listinn yfir tilnefnda knapa í hverjum flokki og er nöfnum þeirra raðað í stafrófsröð.

Efnilegasti knapi ársins

 • Arna Ýr Guðnadóttir
 • Arnar Bjarki Sigurðarson
 • Helga Una Björnsdóttir
 • Kári Steinsson
 • Rakel Natalie Kristinsdóttir

Kynbótaknapi ársins

 • Daníel Jónsson
 • Erlingur Erlingsson
 • Jakob Svavar Sigurðsson
 • Sigurður Vignir Matthíasson
 • Þórður Þorgeirsson

Íþróttaknapi ársins

 • Árni Björn Pálsson
 • Eyjólfur Þorsteinsson
 • Hinrik Bragason
 • Jóhann Rúnar Skúlason
 • Sigursteinn Sumarliðason

Skeiðknapi ársins

 • Bergþór Eggertsson
 • Daníel Ingi Smárason
 • Elvar Einarsson
 • Sigurbjörn Bárðarson
 • Ævar Örn Guðjónsson

Gæðingaknapi ársins

 • Guðmundur Björgvinsson
 • Hinrik Bragason
 • Sigurbjörn Bárðarson
 • Sigurður Sigurðarson
 • Sigursteinn Sumarliðason

Knapi ársins

 • Eyjólfur Þorsteinsson
 • Hinrik Bragason
 • Jóhann Rúnar Skúlason
 • Sigurður Sigurðarson
 • Sigursteinn Sumarliðason