laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilnefningar í ár

29. október 2010 kl. 15:15

Tilnefningar í ár

Nú hefur verið gefinn út listi yfir tilnefningar til verðlauna á Uppskeruhátíð 2010...

Eiðfaxi hafði samband við Sigurð Ævarsson stjórnarmann í LH.
„Skipan valnefndar var breytt í ár. Nefndin hefur alltaf verið skipuð fréttamönnum og fulltrúum dómara en nú var hún skipuð völdu fólki af LH og einum fulltrúa fjölmiðla“.

                Um val á kynbótaknapa ársins sagði Sigurður: „Nú var stuðst meira við hæfileikadóm en áður hefur verið gert en aðaleinkunnir hrossa hefur fram að þessu verið helstu gögn í vali kynbótaknapa ársins ásamt fjölda sýndra hrossa“.

„Skoðaðar voru hæstu einkunnir í kynbótasýningu og meðaltal, auk þess sem prósentuhlutfall hrossa í fyrstu verðlaun af öllum sýndum hrossum knapans var til hliðsjónar“.

Um aðrar tilnefningar: „Lítið var haldið af mótum í sumar og þessvegna valið vandasamara en oft áður. Tekið var tillit til einstaks árangur en breiddin er alltaf áríðandi.  Við vonum að sátt verði um tilnefningarnar“ sagði Sigurður að lokum.