þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilnefnd ræktunarbú

2. nóvember 2014 kl. 16:40

Telma frá Steinnesi, knapi er eigandinn Helga Una Björnsdóttir

Verðlaunin verða veitt á ráðstefnu fagráðs í hrossrækt

Fagráð í hrossarækt hefur tilnefnt ellefu hrossaræktarbú til verðlaunanna "Hrossaræktabú ársins" en þau verða veitt á árlegri ráðstefnu fagráðs nk. laugardag 8. nóv. Búin eru (í stafrófsröð):

 • Einhamar 2 
 • Eystra-Fróðholt 
 • Fet 
 • Flagbjarnarholt 
 • Halakot 
 • Hof á Höfðaströnd 
 • Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar 
 • Lambanes 
 • Laugarbakkar 
 • Miðás 
 • Steinnes

Á ráðstefnunni verða einnig veittar viðurkenningar til handa átta hryssum sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þetta árið. Ráðstefnan hefst kl. 13 á laugardaginn kemur í Súlnasal Hótel Sögu.