laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilkynning frá Skeiðfélaginu Kjarval

9. apríl 2010 kl. 09:10

Tilkynning frá Skeiðfélaginu Kjarval

Námskeið í ræsingu úr skeiðbásum verður haldið að Hólum í Hjaltadal, dagana 17. og 18. apríl. Námskeiðið verður opið öllum, en félagar í skeiðfélaginu Kjarval sitja fyrir. Leiðbeinandi verður hinn heimskunni skeiðgarpur Sigurbjörn Bárðarson. Mun hann leiða nemendur í allan sannleikann um  þjálfun hrossa og knapa í notkun skeiðbása.

Nánari upplýsingar um skráningu, tíma og gjald verður auglýst síðar.