miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tileinkar Eyjólfi sigurinn

6. júlí 2014 kl. 13:15

Hleð spilara...

Myndband af skeiðspretti Vigdísar og Veru.

Vigdís Matthíasdóttir skaut skeiðjöxlunum ref fyrir rass þegar hún og Vera frá Þóroddsstöðum fóru fljótastar 100 metra á skeiði í æsispennandi keppni.

Vigdís sagði að sjálfsögðu væri gaman að hampa skeiðbikar, en tileinkar þó unnusta sínum sigurinn. „Eyjólfur [Þorsteinsson] hefur séð um þjálfunina á merinni og keppir mikið á henni. Hann var svo góður að leyfa mér að fara nokkra spretti á henni,“ segir Vigdís sem hefur verið í fæðingarorlofi.

Hér má sjá myndskeið af seinni skeiðspretti þeirra Vigdísar og Veru.