sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Til alls líkleg

26. janúar 2015 kl. 15:58

Karen og Daggar við æfingar í Leirárgörðum á dögunum.

Karen Líndal með nýjan keppnishest.

Tamningakonan Karen Líndal Marteinsdóttir er komin með nýjan keppnishest í þjálfun. Sá er ungur og efnilegur stóðhestur, Daggar frá Einhamri.

Karen er þaulreyndur knapi sem keppti m.a. fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín árið 2013 á stóðhestinum Tý frá Þverá II. Karen og Týr höfðu þá vakið verðskuldaða athygli á keppnisvellinum, og urðu m.a. í 3. sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu 2013.

Daggar frá Einhamri er á sjötta vetri, undan Orra frá Þúfu og Gustu frá Litla-Kambi, Gustsdóttur frá Hóli. Hann hefur hlotið 8,19 í aðaleinkunn kynbótadóms, þar af hlaut hann 8,42 fyrir kosti þegar hann var aðeins 4 vetra gamall.  Karen hyggst tefla Daggari fram í fimmgangskeppni og eru þau til alls líkleg.