miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíðni áverka fer lækkandi

18. október 2015 kl. 16:12

Jákvæð þróun í athugasemdum vegna áverka kynbótahrossa.

Heilbrigði kynbótahrossa var skoðað í ár eins og undanfarin ár, bæði fyrir og eftir dóm. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að kvarða alla áverka sem hrossin hlutu í dómi í þrjá flokka til að fá betri mynd af ástandi hrossanna. Þetta átti við bæði særindi í munni og ágrip á fótum. Fyrsta stigs athugasemdir teljast ekki vera eiginlegir áverkar en eru t.d. særindi ímunni sem ná ekki í gegnum slímhúð eða strokur á fótum sem ná ekki í gegnum húð og eru án eymsla eða bólgu. 

Niðurstöðurnar segja að tíðni áverka fari lækkandi á milli ára. Skoðað var hvort tíðni áverka (ágrip og særindi í munni) væri mismunandi eftir þvíhvort um dóm eða yfirlit væri að ræða, reyndist svoekki vera en helmingur áverkana var skráður í dómi og hinn helmingurinn á yfirliti

Meira um þetta í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.