sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þytur 60 ára

23. febrúar 2010 kl. 15:46

Mynd: http://thytur.123.is

Þytur 60 ára

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður blásið til mikillar afmælissýningar í Hvammstangahöllinni, sem jafnframt verður vígð formlega við þetta tilefni, laugardaginn 27.febrúar n.k.

Fram koma:

  • Fjölmörg ræktunarbú úr héraðinu.
  • Sýningar barna- og unglinga.
  • Munsturreið karla og kvenna.
  • Fimleikar á hestum og margt margt fleira.

Sýningin hefst kl. 15:00 laugardaginn 27. febrúar

Aðgangseyrir: 2.000 kr. fullorðnir, 1.000 kr. 7 - 12 ára.

Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Innifalið í verði er afmæliskaffi í hléi.

Klukkan 19.00 er svo grillveisla í boði Þyts og smá húllum hæ!