mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýsku turnarnir

odinn@eidfaxi.is
9. ágúst 2013 kl. 07:19

Þýsku turnarnir

Megn óánægja á Heimsmeistaramótinu með turnana á vellinum.

Margt hefur verið sett út á í framkvæmd mótsins hér í Berlín, en fátt fer eins mikið fyrir brjóstið á áhorfendum eins og turnarnir sem dómararnir sitja í.

Að sjálfsögðu verða og eiga dómarar að hafa góða aðstöðu en topparnir á tjöldum þeirra eru um þrír metrar á hæð og skyggja það mikið á að áhorfendur sjá nánast ekkert sem gerist á þeim vallarhelmingi sem er þeir fjær.