mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýskaland oftast á verðlaunapalli

13. ágúst 2019 kl. 11:50

Frá verðlaunaafhendingu í fjórgangi ungmenna

Alls hlutu tíu þjóðir verðlaun á mótinu

 

Þátttökuþjóðir á heimsmeistaramótinu í Berlín voru alls fimmtán talsins. Misjafnt er hversu marga keppendur hver þjóð sendi til leiks. Þýskaland og Ísland sendu flesta keppendur, en hvor þjóð sendi nítján keppendur til keppni og sex kynbótahross. Ástæðan er sú að báðar þessari þjóðir eignuðust fjóra heimsmeistara á HM 2017 sem áttu þátttökurétt á mótinu. Slóvenía átti fæsta keppendur, einungis einn, en það var hún Nina Vrsec sem keppti í slaktaumatölti.

Eins og Eiðfaxi greindi frá að þá sigraði Ísland liðakeppnina en alls voru heimsmeistaratitlar þess sjö talsins. Þýskaland var hinsvegar samanlagt oftast á verðlaunapalli alls fjórtán sinnum og Svíþjóð alls þrettán sinnum. Bæði Svíþjóð og Þýskaland áttu mjög góðu gengi að fagna í ungmennaflokki. Alls sigruðu Þýsk ungmenni fimm greinar af þeim níu sem keppt er í.

Þá fengu tveir knapar reiðmennskuverðlaun FEIF á mótinu en það voru þeir Jóhann R.Skúlason fyrir sýningar á Finnboga frá Minni-Reykjum og Bernhard Podlech fyrir sýningar á Keilu vom Maischeiderland.

Hér fyrir neðan má sjá hversu oft fulltrúar hvers lands stóðu á verðlauna palli í keppnishluta mótsins

 

 


Land

Gull

Silfur

Brons

Alls

Þýskaland

5

5

4

14

Svíþjóð

3

5

5

13

Ísland

7

2

3

12

Danmörk

2

1

4

7

Bretland

 

4

 

4

Noregur

1

1

 

2

Sviss

 

 

1

1

Holland

 

 

1

1

Austurríki

 

 

1

1

Finnland

 

 

1

1

TOTAL

18

18

20