föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýska Meistaramótið

4. júlí 2019 kl. 11:45

Jolly Schrenk [DE] - Glæsir von Gut Wertheim

Keppt var í fjórgangi og gæðingaskeiði

Þýska meistaramótið hófst í gær miðvikudaginn 3.júlí. Keppnisgreinar gærdagsins voru fjórgangur og gæðingaskeið.

Jolly Schrenk var skráð til leiks í fjórgangi Glæsi von Gut Wertheim en hún er ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi. Johanna Tryggvason sem er ríkjandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum og slaktaumatölti á Fönix frá Syðra-Holti er hins vegar ekki skráð til leiks á mótinu.

Eftir að forkeppni er lokið í fjórgangi leiðir Vanessa Reisinger á Spuna vom Pfaffenbuck II en einkunn þeirra er 7.63.  Lisa Drath mætti með tvo hesta þá Kjalar frá Strandarhjáleigu og Vörð frá Sturlureykjum 2. Hún er í öðru sæti á Kjalari með 7,57 og í því fimmta á Verði með 7,43 í einkunn. Bernard Podlech er þriðji á Keilu vom Maischeiderland með 7,50 í einkunn. Jolly Schrenk og Glæsir eru svo í fjórða sæti með 7,47 í einkunn.

Stutt er á milli efstu knapa í fjórgangi á Þýska meistaramótinu og spennandi að sjá hver verður Þýskur meistari og hvernig Þýska landsliðið verður samansett fyrir HM í Berlín.

Íslenski landsliðsknapinn Beggi Eggertsson var á meðal keppanda í gæðingaskeiði. Hestur hans er Dynfari frá Steinnesi,en hann er undan Blæ frá Torfunesi og Drífu frá Steinnesi. Hlutskipti Begga var fimmta sætið með í meðaleinkunn 7,75 út úr báðum sprettum. Töluverður munur er þó á einkunnagjöf fyrir sprettina í þeim fyrri fær hann í meðaleinkunn 6,83 en í seinni 8,67, sem er hæsta einkunnin sem var gefin í gær fyrir einstakan sprett. Það er því ljóst að ef báðir sprettirnir hefðu tekist eins og til var ætlast hefði Beggi staðið uppi sem sigurvegari í gæðingaskeiði. Sigurvegari í gæðingaskeiði varð hinsvegar Melanie Muller og Ópal frá Teland með 8,13 í einkunn.

Keppni í fimmgangi stendur yfir í dag en þar eiga Þjóðverjar einnig ríkjandi heimsmeistara Frauke Schenzel og Gust vom Kronshof

Heilarúrslit má nálgast hér