þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýska landsliðið

9. júlí 2019 kl. 16:10

Stemning á HM 2013 Berlín - þýski fáninn HM 2013

Þjóðverjar hafa tilkynnt hvaða knapar keppa fyrir þeirra hönd á heimavelli í Berlín

 

Þjóðverjar hafa tilkynnt hverjir skipa landslið þeirra fyrir heimsmeistaramótið í Berlín. Eingöngu er tilkynnt að svo stöddu hvaða knapar eru í landsliðinu en ekki hvaða hesta þeir mæta endanlega með. Þjóðverjar hafa undanfarinn ár náð góðum árangri á heimsmeistaramótum og má ætla að þeir stefni að því sama á heimavelli.

Þó svo að ekki sé tilkynnt hvaða hesta hver knapi mætir með, mun blaðamaður Eiðfaxa setja inn þann hest eða hesta sem líklegastir eru hjá hverjum knapa, út frá árangri á Þýska meistaramótinu og fleiri mótum. Það skal tekið fram að þetta er ágiskun blaðamanns.

Frauke Schenzel mun hafa í nógu að snúasta á mótinu því auk þess að taka þátt í íþróttakeppni að þá sýnir hún fjögur af þeim sex kynbótahrossum sem Þjóðverjar tefla fram.

Kynbótahross

7.vetra stóðhestar og eldri; Óðinn vom Habichtswald, aðaleinkunn: 8,79
knapi: Frauke Schenzel

7.vetra hryssur og eldri; Jódís vom Kronshof, aðaleinkunn: 8,59
knapi: Frauke Schenzel

6.vetra stóðhestar; Davíð vom Áland, aðaleinkunn: 8,65
knapi: Þórður Þorgeirsson

6.vetra hryssur; Hamingja vom Isterbergerhof, aðaleinkunn: 8,31
knapi: Eric Winkler

5.vetra stóðhestar; Töfri von Blumencron aðaleinkunn: 8,33
knapi: Frauke Schenzel

5.vetra hryssur; Mæra vom Kronshof, aðaleinkunn: 8,37
knapi: Frauke Schenzel

Ungmenni

Brynja Sophie Árnason - Ríkjandi heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum
Líklegur hestur:

Franziska Muser
Líklegur hestur: Spölur frá Njarðvík

Helen Klaas
Líklegur hestur: Víf van‘ t Groote Vel – Þýskur meistari í 100 metra skeiði

Josje Bahl
Líklegur hestur: Alsvinnur vom Wiesenhof - Fjórgangshestur

Leonie Hoppe
Líklegur hestur: Fylkir vom Kranichtal – silfur í F1 á Þýska meistaramótinu

Teresa Schmelter
Líklegur hestur: Sprengja frá Ketilsstöðum – T1

Lea Brill – Varaknapi
Líklegur hestur: Kolgrímur vom Neddern hof - V1 og T2

 

Fullorðnir

Frauke Schenzel – Ríkjandi heimsmeistari i fimmgangi
Líklegur hestur: Gustur vom Kronshof

Jolly Schrenk – Ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi
Líklegur hestur: Glæsir von Gut Wertheim

Olivia Ritschel – Ríkjandi heimsmeistari íT1 og samanlögðum fjórgangsgr. ungmenna
Líklegur hestur: Alvar frá Stóra-Hofi

Bernhard Podlech
Líklegur hestur: Keila vom Maischeiderland – Þýskur meistari í Tölti

Irene Reber
Líklegur hestur: Þokki frá Efstu-Grund – T1 og V1

Karly Zingsheim
Líklegur hestur: Náttrún vom Frostwald – T1 og V1

Lisa Drath
Líklegur hestur: Kjalar frá Strandarhjáleigu – Þýskur meistari í V1

Naty Muller
Líklegur hestur: Pála vom Paulshof 

Stefan Schenzel
Líklegur hestur: Óskadís vom Habichtswald – Þýskir meistari í T2

Vicky Eggertsson
Líklegur hestur:  Gandur vom Sperlinghof - fimmgangshestur

Viktoria Große
Líklegur hestur: Krummi vom Pekenberg - Skeiðhestur