mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýðir ekkert að hlaupa í útvarpið

15. júlí 2012 kl. 15:32

Hallgrímur Birkisson temur og þjálfar af krafti þessa dagana. Á myndinni situr hann Mola frá Galtastöðum. Myndin er af vef Arabæjar.

Hestasalan er alls ekki með versta móti. Við seldum níu hross í síðustu viku og það er nóg að gera í tamningum,“ segir Hallgrímur Birkisson í Arabæ. Hann segir eðlilegt að sveiflur séu í hrossabúskapnum eins og öðrum greinum.

„Það er nóg að gera hjá okkur í Arabæ, bæði í tamningum og sölu,“ segir Hallgrímur Birkisson, hrossabóndi og tamingamaður. „Það er mest eftirspurn eftir bestu hrossunum, topp gæðingum og kynbótahrossum.

Okkur vantar fleiri slík í sölu en erum birgir af góðum reiðhrossum fyrir hinn almenna hestamanna eins og er. Það er hefur aðeins hægt á sölu í þeim en er þó alls ekki þannig að það seljist ekki hross. Við seldum til dæmis níu hross í síðastliðinni viku.

Auðvitað eru sveiflur í þessari atvinnustarfssemi eins og annarri. Það koma toppar og lægðir, en ástandið núna er alls ekki með versta móti. Og ef sala minnkar þá er bara að taka meira í frumtamingar og gera sig út af örkinni og járna. Aðalatriðið er að taka sveiflunum með jafnaðargeðinu og seiglunni. Það hefur ekkert upp á sig að hlaupa í útvarpið,“ segir Hallgrímur Birkisson.