mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þýðingasjóðurinn Hófadynur kynntur til sögunnar

21. febrúar 2011 kl. 11:05

Rúna Einarsdóttir Zingsheim kynnir Hófadyn til sögunnar og heldur á bókinni sem sjóðurinn ber nafn sitt af. Sigrún Ólafsdóttir, formaður FT, stendur hjá.

Hugmynd Rúnu Einarsdóttur Zingsheim

Þýðingasjóður FT, Hófadynur, var formlega kynntur til sögunnar á 40 ára afmælishátíð FT. Hugmyndin að sjóðnum er ársgömul og komin frá Rúnu Einarsdóttur Zingsheim, en í fyrra gaf hún FT ferðakostnað og laun vegna sýnikennslu sem hún hélt hér á landi á vegum félagsins. Bað hún um að peningarnir yrðu notaðir til góðra verka, meðal annars að þýða erlent sígilt kennsluefni yfir á íslensku.

Það fræ bar svo af sér þann ávöxt að nú hefur þýðingarsjóðurinn formlega verið stofnaður sem verkefni innan FT. Hann hefur hlotið nafnið Hófadynur, eftir samnefndri bók Halldórs Péturssonar, teiknara og listmálara, sem alla tíð hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Rúnu. Þess má geta að Rúna hefur þegar lagt sjóðnum til myndarlega fjárupphæð og hefur ánafnað FT ágóða af sýnikennslum og fyrirlestrum sem hún mun halda hér á landi í framtíðinni.

Sjóðurinn tekur við frjálsum framlögum hvaðan sem þau koma. Markmiðið með sjóðnum er fyrst og fremst að þýða erlendar sígildar klassískar bækur um hestatamnignar og reiðmennsku yfir á íslensku.