mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þúsundir fylgdust með Sölusýningu í Spretti.

12. október 2015 kl. 16:00

Sýningahaldarar þakka fyrir frábærar viðtökur.

Hrossarækt.is og Hest.is stóðu fyrir Sölusýningu í Samskipahöllinni í Spretti á föstudagskvöldið og gekk sýningin frábærlega, milli 4-500 manns mættu í höllina og 8.107 tæki tengdust beinni útsendingu frá sýningunni um heim allan. Við erum einstaklega hrærð og þakklát yfir frábærum viðtökum og höfum ákveðið að endurtaka leikinn í Spretti þann 29. janúar næstkomandi.


"Beina útsendingin var kostuð af  Hestvit, Horse Export og Export hestum  og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að geta látið þessa hugmynd verða að veruleika.  Það er greinilega mikil þörf á slíkri sýningu og áhuginn mikill.  Nokkur hross hafa þegar selst og flestir hestaeigendur fengið þónokkrar fyrirspurnir sem geta skilað árangri á næstunni.  Upptökur frá sýningunni verður hægt að nálgast í vikunni og hægt að panta á netfanginu elka@simnet.is

Í ljósi þess hversu vel þessi sýning heppnaðist hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn, og verður næsta sýningin haldin í Samskipahöllinni í Spretti þann 29. janúar næstkomandi.  
Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að sýningunni, þeim sem skráðu hross, áhorfendum sem komu í Samskipahöllina, starfsfólki í hurð, frábærum þulum, stelpunum í veitingasölunni, starfsfólki Sport Tv, Óskari Nikulásarsyni sem var pródusent og ekki síst þeim þúsundum sem fylgdust með útsendingunni heima í stofu.
Um leið og við þökkum frábærar móttökur hlökkum við til að gera enn betur í janúar næstkomandi,"
Magnús Benediktsson og Elka Guðmundsdóttir