fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þurfa sjúkdómsgreiningu

odinn@eidfaxi.is
22. október 2014 kl. 11:20

Settar hafa verið nýjar reglur um þjálfun í tæknivæddum þjálfunarstöðvum.

Ný reglugerð setur tæknivæddum þjálfunarstöðvum þrengri ramma.

Ný reglugerð um velferð hrossa setur tæknivæddum þjálfunarstöðvum þrengri ramma.

Þar kemur fram að ekki er lengur heimilt að meðhöndla/endurhæfa hross vegna álagsmeiðsla eða annara veikinda á göngubrettum, víbragólfum, hringekjum og sundlaugum nema með sjúkdómsgreiningu samkvæmt tilvísun dýralæknis.

Stöðugt eftirlit skal vera með hrossinu á meðan þjálfun í vélknúnum tækjum fer fram. Þetta á við um tæki þar sem hrossin geta enga björg sér veitt fari eitthvað úrskeiðis.

Reglugerðina í heild sinni má nálgast hér.