þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Þú skalt ekki vinna eins og hestur...

3. desember 2010 kl. 14:15

„Þú skalt ekki vinna eins og hestur...


...Þá langar alltaf einhvern á bak“ sagði hann skellihlæjandi hann Úlfar Örn listamaður og góðvinur Eiðfaxa þegar við gengum inn í vinnustofuna hans á Vesturgötunni fyrr í dag.
Úlfar er að undirbúa málverkasýningu í „Gallerí List“ Skipholti 50A
„Sýningin opnar ásunnudaginn kl 14:00-17:00. Ég er búinn að vera á fullu að mála og viðfangsefnið er hestar og landslag“ segir Úlfar
Hestamenn eru orðnir kunnugir Úlfari og myndunum hans sem prýða fleiri og fleiri heimili hestamanna. Eiðfaxi hvetur fólk til að líta við hjá Úlfari á sunnudaginn.