föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þróun á bóluefni gegn sumarexemi

2. janúar 2015 kl. 12:00

Hestur með sumarexem – útbrot á makka.

Bólusetning með próteinbóluefni í eitla lofar góðu.

Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fara fram rannsóknir á sumarexemi í hestum. Unnið er að þróun ónæmismeðferðar og farnar nokkrar leiðir í þeirri þróun. Ein leiðin er próteinbóluefni, hestar eru þá bólusettir með ofnæmisvökunum sem valda sumarexemi í ónæmisglæði. Bólusetning með próteinbóluefni í eitla lofar góðu varðandi ónæmismeðferð gegn sumarexemi. 

Sagt er frá stöðu rannsóknar gegn sumarexemi sem fer fram á Keldum í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.