mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þröstur frá Kolsholti 2

20. júní 2019 kl. 14:05

Þröstur frá Kolsholti á Landsmóti

Verður til afnota að Kálfholti í Ásahreppi

Þröstur frá Kolsholti 2 fer í girðinu um helgina og er til afnota að Kálfholti í Ásahreppi.

Þröstur mætti fyrst til dóms á síðastliðnu ári, þá fjögurra vetra gamall, og vann sér strax í fyrstu sýningu þátttökurétt á Landsmóti. Einkunn hans fyrir sköpulag var þá 8.29.

Á landsmótinu hlaut hann  fyrir hæfileika 8.19 og í aðaleinkunn 8.23. Hann vakti verðskuldaða athygli fyrir óvenju mikið jafnvægi á gangi og rými. Hlaut hann þá m.a. 9,0 fyrir tölt,brokk,vilja og geðslag og fegurð í reið.

Þröstur mætti aftur til kynbótadóms í Spretti í síðustu viku og hlaut hann þá 8.35 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,0 fyrir bak og lend. Hann hlaut 8,5 fyrir háls,herðar og bóga, samræmi og fótagerð. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.39 og þar á meðal þrjár einkunnir upp á 9,5, fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag.

Faðir Þrastar er Framherji frá Flagbjarnarholti sem hefur verið að sanna sig sem úrvals kynbótahestur. Móðir Þrastar er 1.verðlauna hryssan Klöpp frá Tóftum en sú er undan Stála frá Kjarri og Hríslu frá Laugarvatni, að Þresti standa því sterkir stofnar.

Þröstur er rólegur í girðingu og frjósamur og er hægt að bæta inn á hann hryssum hvenær sem er.

Verð fyrir fengna hryssu er 124.000 m. vsk. Innifalið í því er girðingargjald og ein sónarskoðun.

Pantanir og frekar upplýsingar fást hjá Helga Þór Guðjónssyni í síma 6977324