fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjú hrossaræktarnámskeið og fræðslufyrirlestur á vegum Endurmenntunar LbhÍ

7. janúar 2010 kl. 12:26

Þrjú hrossaræktarnámskeið og fræðslufyrirlestur á vegum Endurmenntunar LbhÍ

Á döfinni eru tvö námskeið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands, um byggingu og hæfileika hrossa ásamt fræðslufyrirlestri um litaerfðir hrossa. Auk þess verða þrjú járninganámskeið, eitt sem er haldið nú um helgina á Gauksmýri og tvö námskeið í Hestmiðstöð LbhÍ á Miðfossum sem eru að verða fullbókuð. Kynnið ykkur málið www.lbhi.is/namskeid
 

Bygging hrossa
Í samstarfi LbhÍ við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands hyggjast bjóða upp á námskeið í vetur um byggingu hrossa. Hámarksfjöldi er 25 manns.

Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson, kynbótadómarar.

Staður og tími: lau. 20. feb. kl. 10:00 –16:30 (8 kennslustundir) í Dal í Mosfellssveit

Verð: 10.000 kr fyrir félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 14.000 kr fyrir utanfélagsmenn. Frá Hrossaræktarsamtökunum: Það skal skýrt tekið fram að til þess að félagsmenn fái afslátt á námskeið sem samtökin halda þurfa félagsmenn að vera skuldlausir um áramót 2009-2010.

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími – auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is með skýringu.


Járningar og hófhirðing
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á að þátttakendur komu með eigin hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi.

Tími: Lau. 23. jan.  kl10-18:00 og sun. 24. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (fullbókað)

Tími: Lau. 30. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 31. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum

Verð: 22.900

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Sendið kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is

 
Hæfileikar hrossa

Í samstarfi LbhÍ við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi.  Hámarksfjöldi þátttakenda 23.

Aðalkennarar: Þorvaldur Kristjánsson og  Jón Vilmundarson, kynbótadómarar.

Staður og tími:  sun. 21. feb. Klukkan 10:00 – 17:00 (8,5 kennslustundir) í Rangárhöllinni v/Hellu.

Almennt verð: 20.000 kr. Verð til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 14.000 kr.

Frá Hrossaræktarsamtökunum: Það skal skýrt tekið fram að til þess að félagsmenn fái afslátt á námskeið sem samtökin halda þurfa félagsmenn að vera skuldlausir um áramót.

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is
 

Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim
Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.

Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stund og staður: Mið. 13. jan. Kl. 19:45-22:00 í félagsheimili Sleipnis, Suðurtröð á Selfossi.

Verð: 1000 kr til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands – aðrir 1500 kr. Greitt á staðnum, ekki er tekið við kortum.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.