laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjú hross með yfir 8,90 fyrir hæfileika

1. júní 2012 kl. 11:18

Þrjú hross með yfir 8,90 fyrir hæfileika

Héraðssýning kynbótahrossa í Skagafirði lýkur með yfirlitssýningu á Vindheimamelum laugardaginn 2. júní.  Sýningin hefst kl. 9:00.  Byrjað verður á yngstu hryssunum en endað á elstu stóðhestunum.  Röðun hrossa í holl verður birt á horse.is á föstudagskvöld er dómum líkur.  Þegar hafa 3 hross hlotið 8,90 eða hærra fyrir hæfileika, en það eru þau Óskasteinn frá Íbishóli (8,90), Ferna frá Hólum (8,91) og Trymbill frá Stóra-Ási (8,92).  Sýnt verður beint frá yfirlitssýningunni á veraldarvefnum.