þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjðju Skeiðleikar

Óðinn Örn Jóhannsson
26. júní 2017 kl. 16:05

Sigurður Sigurðarson og Sveppi

Verða haldnir næstkomandi miðvikudagskvöld 28.júní.

Vegna fjölda áskorana verða þriðju skeiðleikar skeiðfélagsins og Baldvins og Þorvaldar haldnir næstkomandi miðvikudagskvöld þann 28.júní. Ef ekki næg þátta næst verður skeiðleikunum frestað.  

Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara. Ekki er hægt að greiða með korti og því þarf að velja millifærslu og senda staðfestingu á skeidfelagid@gmail.com

Sjáumst í stuði á Skeiðleikum.

Skráningu lýkur mánudagskvöldið 26.júní á miðnætti. 

Núna er keppt í heildarstigakeppni þar sem efsti knapi sumarsins hlýtur Öderinn. Von Skeiðfélagsins er að þessi verðlaun gildi að stórum hluta til Skeiðknapa ársins.