laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjár jafnar í 1 sæti

7. júlí 2019 kl. 18:22

Sætaröðun dómara þurfti til að skera úr um Íslandsmeistara í tölti ungmenna

 

Sætaröðun dómara þurfti til að skera úr um Íslandsmeistara í ungmennaflokki. Jafnar í 1-3 sæti með einkunnina 7,56, eftir að allar einkunnir höfðu verið lesnar, voru Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Gyða Sveinbjörg og Sylvía Sól.

Það var mikil spenna hér í Víðidalnum þegar sætaröðun dómara hafði verið lesinn upp.

Það endaði þó þannig að Ásdís ósk og Gyða Sveinbjörg urður jafnar í 2-3 sæti og Íslandsmeistari varð Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reinu frá Hestabrekku.

Sylvía er hástökkvari því hún sigraði b-úrslit í gær og endaði sem Íslandsmeistar vel að verki staðið.

Gyða Sveinbjörg er íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Skálmöld frá Eystra-Fróðholti.

 

A úrslit                                                              

Sæti         Knapi             Hross                  Einkunn

1              Sylvía Sól Magnúsdóttir              Reina frá Hestabrekku       7,56

2-3            Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir     Skálmöld frá Eystra-Fróðholti        7,56

2-3            Ásdís Ósk Elvarsdóttir                Koltinna frá Varmalæk       7,56

4              Benjamín Sandur Ingólfsson       Mugga frá Leysingjastöðum II        7,39

5              Guðmar Freyr Magnússon           Rosi frá Berglandi I           7,17

6              Atli Freyr Maríönnuson                Óðinn frá Ingólfshvoli        7,11

7              Thelma Dögg Tómasdóttir          Marta frá Húsavík  7,06