mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrisvar gull í Eyjafirði

25. mars 2011 kl. 08:49

Eyjólfur kátur með kvöldið

Eyjó sigurvegari í KEA mótaröðinni

Rósberg Óttarsson:

Eyjólfur Þorsteinsson, reiðkennari á Hólaskóla, er sigurvegari K.E.A. mótaraðarinnar þetta árið en lokakvöldið fór fram í gærkveldi í Top Reiter höllinni á Akureyri. Áður hafði Eyjólfur haft sigur á tveimur öðrum mótum í Eyjafirði, Bautatöltinu og Stjörnutöltinu. Hann er því búinn sækja þrenn gullverðlaun í Eyjfjörðinn á rúmum mánuði.

Tvær keppnisgreinar voru háðar í gærkvöldi, slaktaumatölt og skeið. Eyjólfur gerði sér lítið fyrir og sigraði báðar greinarnar, töltið á Ögra frá Baldurshaga  og skeiðið á Spyrnu frá Vindási. Fyrr í vetur var hann búinn að sigra 4 ganginn í KEA mótaröðinni en í töltinu fór undan hjá honum skeifa í úrslitunum og í fimmganginn komst hann ekki vegna veðurs. Þetta er því ótrúlegur árangur ef tekið er mið af því. Eyjólfur er sáttur með K.E.A mótaröðina í vetur og alla umgjörð um hana sem og reiðhöllina sem hann hælir. Hann hlaut 100.000 kr fyrir sigurinn í mótaröðinni sem hann lauk með 34 stigum.


Stigahæstu knapar 2011
Eyjólfur Þorsteinsson 34 stig.

Stefán Friðgeirsson 27 stig.

Viðar Bragason 19 stig.

Baldvin Ari Guðlaugsson 17 stig.

Helga Árnadóttir 12 stig.