mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þristur á leið norður

odinn@eidfaxi.is
19. júlí 2013 kl. 14:42

Þristur frá Feti

Örfá pláss laus

Heiðursverðlaunahesturinn Þristur frá Feti fer norður í Eyjafjörð um helgina og eru örfá pláss laus ennþá. Hrossaræktarfélagið Framfari verður með Þrist til afnota að Höskuldsstöðum í Eyjafirði á seinna tímabili í sumar frá 20. júlí.

 

Í dómsorði segir m.a. "Hófar djúpir og efnisþykkir og prúðleiki úrvals góður. Þristur gefur frábært tölt, rúmt og taktgott með háum fótaburði. Brokkið er taktgott, lyftingar- og skrefmikið. Stökkið er hátt og ferðmikið. Afkvæmin eru mikið viljug og vakandi og fara úrvals vel með góðum höfuðburði og háum fótaburði. Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð."

 

Einstaklingsdómur á Landsmóti Hellu 2004: Hófamál: 9,0 - 8,3

Mál: 141 - 131 - 138 - 66 - 142 - 38 - 48 - 44 - 6,6 - 30,0 - 20,0

Sköpulag: 7,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,0 - 7,5 - 9,0 - 9,5 = 8,14

Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 = 8,35.  Hægt tölt: 8,5

Aðaleinkunn: 8,27.  Knapi: Guðmundur Björgvinsson

 

Verð pr toll er 119.500,- staðfestingargjald kr. 30.000,- + vsk. verður innheimt og er óafturkræft. Hægt er að bæta inn á hann folaldshryssum síðar.

 

Við pöntunum tekur Vignir Sigurðsson í netfang litlabrekka@litlabrekka.is og síma 896 1838.

 

Meðal afkvæma Þrists má nefna t.d.: 
Kappa frá Kommu, hæst dæmda 4v klárhest í heimi.
Þrennu frá Strandarhjáleigu, Íslandsmeistara í fjórgangi 2010.
Randalín frá Efri-Rauðalæk, sigurvegara í tölti í Meistaradeild Norðurlands 2013.
Spaða frá Fremri-Hálsi, sigurvegara í unglingaflokki á gæðingamóti Fáks 2013.
Dís frá Jaðri, Reykjavíkurmeistara í T2 2012.
Nótt frá Jaðri, sigurvegara í A-flokki á gæðingamóti Smára 2012.
Stegg frá Hrísdal sem sló í gegn í 4v flokki á FM Vesturlands í ár.
Straum frá Feti sem fékk níu níur í kynbótadómi í vor og mörg fleiri sem hafa gert það gott í keppni og kynbótasýningum innanlands og utan.

 

Norðlendingar nú er tækifæri til að nýta þennan frábæra hest sem hefur sannað sig sem gæðingafaðir, farsæll og frjósamur!