þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þristur í Húsdýragarðinum

10. desember 2011 kl. 12:26

Þristur í Húsdýragarðinum

Stóðhesturinn Þristur frá Þorlákshöfn mætir til vetrardvalar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sunnudaginn 11. desember og mun að öllu óbreyttu dvelja fram á vor. 

"Þristur er brúnskjóttur á 11. vetri undan Randver frá Nýjabæ og Koltinnu frá Þorlákshöfn.  Eitt af markmiðum garðsins er að sýna bæði kyn og fjölbreytni í litum íslensku húsdýranna en fyrir í garðinum eru tvær hryssur, grá og jarpvindótt og tveir geldingar, rauður og móvindóttur tvístjörnóttur," segir í tilkynningu frá fræðsludeild Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.