fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þristur fer austur á land

odinn@eidfaxi.is
18. júlí 2014 kl. 14:09

Þrjár Þristsdætur sem komu fram í ræktunarbússýningu Efri-Rauðalækjar á nýliðnu Landsmóti. Ljósm.: Af Facebook síðu Efri-Rauðalækjar

Notkunnarstaðir Stóðhestsins Þrist frá Feti

Heiðursverðlaunastóðhesturinn Þristur frá Feti er á leið austur á hérað þar sem hann mun sinna hryssum á seinna gangmáli á vegum Hrossaræktarsamtaka Austurlands. Tekið verður við hryssunum á sunnudaginn kemur, 20. júlí. Enn eru örfá pláss laus og geta áhugasamir haft samband við Jósef Valgarð til að panta, valli@fljotsdalur.is eða 863 5215. 

Þristur er afar farsæll og frjósamur kynbótahestur, einstakur höfðingi sem hefur gefið ótal mörg eftirtektarverð hross, bæði á keppnis- og kynbótabrautinni. Í dómsorðum um afkvæmi hans segir m.a.: “Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð.”

Hrossaræktendur á Austurlandi eru hvattir til að nýta tækifærið og koma með hryssur sínar undir topphest á sanngjörnu verði.