föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrír sigrar á sama degi

26. maí 2015 kl. 18:00

Hanna Rún Ingibergsdóttir hlaut Ásetu- og reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna, fyrir besta árangur á lokaverkefni í reiðmennsku. Hún hlaut einnig Morgunblaðshnakkinn, fyrir besta heildarárangur í reiðmennsku. Hún stillir sér hér upp ásamt samnemendum sínum í lok reiðsýningar en útskrift þeirra fer fram þann 5. júní næstkomandi.

Árleg reiðsýning brautskráninganema í reiðmennsku og reiðkennslu haldin hátíðleg - Myndir.

Hin árlega reiðsýning brautskráningarnema í reiðmennsku og reiðkennslu var haldin hátíðleg síðastliðinn laugardag á Hólum. Sýningin var felld inn í dagskrá Hólamótsins í hestaíþróttum, sem var World Ranking mót á vegum hestaíþróttaráðs UMSS.

Hanna Rún Ingibergsdóttir hlaut bæði Morgunblaðshnakkinn ásamt Ásetu- og reiðmennskuverðlaunum Félags tamningamanna og gerði sér svo lítið fyrir og vann fjórgangskeppni í Meistarflokki á Hólamótinu sama dag. Hanna Rún er ánægð með námið og ber Háskólanum á Hólum góða sögu. „Þetta er virkilega góður skóli og maður lærir svo mikið um hestinn í heild sinni. Maður kemst bar að því hvað maður kann í rauninni lítið.“

Nánar í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.