miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrír með 10 fyrir einn eiginleika

14. júní 2012 kl. 21:49

Þrír með 10 fyrir einn eiginleika

Kynbótasýningunni á Miðfossum var að ljúka og þá er öllum sýningum lokið fyrir Landsmót. 220 hross er komin inn á Landsmót en 138 hryssur eru inni og 82 stóðhestar. Hrannar frá Flugumýri er með hæstu aðaleinkunn af stóðhestunum en Kolka frá Hákoti er með hæstu aðaleinkunn hryssna inn á mót. Þrír hestar koma með einkunnina 10 fyrir einn eiginleika en Flugnir frá Ketilsstöðum er með 10 fyrir skeið og þeir Víkingur frá Ási 2 og Eldur frá Torfunesi eru með 10 fyrir prúðleika.