miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrír komnir í landsliðið

13. júní 2015 kl. 09:39

Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga munu keppa í tölti á HM í Herning. Ljósmyndari: Jón Björnsson

Landsliðið byrjað að taka á sig mynd.

Eftir gærdaginn eru þrír knapar komnir inn í landsliðið en það eru þeir Gústaf Ásgeir Hinriksson, Reynir Örn Pálmason og Sigurður Sigurðarson. 

Reynir Örn vann sér inn sæti í fimmgangi en hann var á Greifa frá Holtsmúla. Sigurður Sigurðarson sigraði töltið á glæsihryssunni Örnu frá Skipaskaga og ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson vann sér inn sæti í fimmgangi á Geisla frá Svanavatni. 

Gústaf var einnig efstur í töltinu í ungmennaflokki en lykillinn, sem segir til um val í landsliðið, er þannig að knapar veljast fyrst inn í fimmgang síðan fjórgang og þar á eftir tölt. 

Strákar til hamingju með landsliðssætið !