fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrígangsmót Spretts

26. febrúar 2014 kl. 21:47

Hestamannafélagið Sprettur

Keppt í fjórum flokkum

Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í reiðhöll Spretts föstudaginn 14.mars. Aðalstyrktaraðili mótsins er Lýsi.
Boðið verður upp á keppni í fjórum flokkum:
17 ára og yngri
Minna vanir
Meira vanir
Opinn flokkur
Sýna á fegurðartölt, brokk og stökk. Ef 20 eða fleiri skrá í einhvern flokk verður boðið upp á B-úrslit. Einnig verður glæsilegasta parið valið úr hópi keppenda.