laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrígangsmót í Spretti

5. mars 2015 kl. 09:57

Framlengdur skráningarfrestur.

Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í reiðhöll Spretts laugardaginn 7.mars. Mótið hefst kl. 10 að er fram kemur í tilkynningu en aðalstyrktaraðili mótsins er Coka-Cola, Vífilfell.

"Skráning er hafin og stendur til kl.18 fimmtudagsinn 5. mars, í gegnum http://bit.ly/1K50kHn - www.sportfengur.com.


Boðið verður upp á keppni í fjórum flokkum:

  • 17 ára og yngri
  • Minna vanir
  • Meira vanir
  • Opinn flokkur

Sýna á fegurðartölt, brokk og stökk. Ef 20 eða fleiri skrá í einhvern flokk verður boðið upp á B-úrslit. Einnig verður glæsilegasta parið valið úr hópi keppenda. Takið daginn frá. Skráningargjald er kr. 3.500 á hest."