þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðjungur knapa of þungur

odinn@eidfaxi.is
4. nóvember 2014 kl. 15:27

Íslensk hross eru á bilinu 350-450 kg.

Ný bresk rannsókn sýnir að knapar séu of þungir.

Samkvæmt viðmiðum sem sett haf verið víða í evrópu skal knapi ekki vera þyngri en sem nemur 15% af þunga hestsins.

Í nýrri breskri rannsókn kemur í ljós að um þirðjungur þeirra 150 knapa sem rannsóknin náði yfir væru yfir þessum lágmörkum. Hayley Randel einn af vísindamönnunum sem stóðu að rannsókninni  og birt var í tímaritinu Journal of Veterinary segir marga telja hesta þola meira en þeir gera. "Of þungur knapi getur m.a valdið bakverkjum, gera hesta halta og valdið hegðunarvandamálum."

Rannsóknin er gerð á 150 hestum og knöpum þeirra í Devon og Cornwall á Englandi. 

Helstu niðurstöður voru:

Aðeins átta knapar vógu minna en 10 prósent af þyngd hestsins, sem er talinn vera ákjósanlegur, 62 prósent vógu milli 10 og 15 prósent af þyngd hestsins, en 32 prósent vógu yfir 15 prósent af þyngd hestsins.

Ekki eru til rannsóknir um burðarþol íslenskra hrossa og áhrif þunga knapa á heilsu þeirra. En ef fyrrgreint viðmið er notað á íslenska hestinn og miðað við að íslensk hross séu 350-450 kg þá ætti hámarksþyngd knapa að vera 52-68 kg.