miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðju Skeiðleikar sumarsins

19. júlí 2019 kl. 19:00

Skeiðleikar 4 á Selfossi.

Skeiðleikarnir verða haldnir miðvikudagskvöldið 24.júlí

 

 

Þriðju skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2019 verða haldnir á Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 24.júlí.

Skráning er í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem aðildarfélag  Skráningarfrestur er frá og með kvöldinu í kvöld fram á mánudaginn 22.júlí

Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.

Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefur stigahæsta knapa ársins 100.000 kr gjafabréf í verslun sína.

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon