þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðja vetrarmót Smára

1. apríl 2014 kl. 10:41

Keppendur í barnaflokki hjá Smára

Síðasta mótið í röðinni.

Þriðja Vetrarmót Smára verður haldið laugardaginn 5. Apríl á svæði féagsins í Torfdal á Flúðum. Mótið hefst klukkan 14:00 og tekið verður við skráningum á staðnum frá kl 13:00

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokk (9ára og yngri)
Barnaflokk (10-13 ára)
Unglingaflokk (14-17 ára)
Ungmennaflokk 18-21 árs)
I og II flokk fullorðinna
Unghrossaflokk (hross fædd 2009 og 2010)

Þetta er Þriðja og síðasta mótið í röðinni í vetur og mótið mun fara fram með svipuðum hætti og áður. Þar sem sumarið virðist vera komið er stefnan tekin á að vera úti, en við færum mótið inn ef veðrið svíkur okkur.
Bæði eigandi hests og knapi þurfa að vera virkir félagsmenn í Smára svo þáttaka sé gild.

Skráningargjald er 1000kr fyrir hverja skráningu og greiðist á staðnum. Fríar skráningar í Barna og Pollaflokk.