miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðja vetrarmót Sleipnis

25. mars 2014 kl. 09:00

Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað árið 1929. Hér er mynd frá Firmamóti félagsins. Mynd/Hestamannafélagið Sleipnir

Síðasta vetrarmótið

Þriðja vetrarmót Sleipnis fyrir félagsmenn verður haldið næstkomandi laugardag 29.mars á Brávöllum Selfossi kl 13.
Keppt verður á hringvelli í Opnum flokki, Áhugamannaflokki 1, Áhugamannaflokki 2, Ungmennaflokki , Unglingaflokki, Barnaflokki (aldur 10-13) og Pollaflokki (skipt í tvo hópa s.s teymt undir og án teymingar ) og Unghrossaflokki.
Skráningargjöld:

Frítt fyrir börn og polla, 500 kr fyrir unglinga, 1000 kr fyrir ungmenni, 1500 kr fyrir fullorðna og unghrossaflokkinn.
Skráning fer fram í dómaraskúr við völlinn kl. 11:00 til 12:00. Skráning í síma:8455034 þá þarf að borga með korti.