fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrettán 10.0

13. október 2014 kl. 11:00

Álfhildur hlaut 10 fyrir tölt og vilja og geðslag á Landsmótinu á Hellu.

Flestar 10 fyrir skeið.

Þrettán 10 voru gefnar í ár, en á síðasta Landsmótsári, 2012, voru gefnar jafnmargar 10. Flestar voru gefnar hérna heima en tvær voru gefnar í Þýskalandi og voru þær báðar fyrir prúðleika. Enginn hestur hlaut 10 fyrir aðra þætti í sköpulagi en þrír hestar hlutu 10 fyrir prúðleika og það voru þeir Glúmur Wiesenhof, Staur Hestagard og Dagfari frá Sauðárkróki.

Þrjár 10 voru gefnar fyrir tölt og eins og flestir vita voru það þau Konsert frá Hofi, Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum og Arion frá Eystra-Fróðholti sem fengu þessar tíur. Álfhildur fékk einnig 10 fyrir vilja og Arion 10 fyrir hægt tölt.

Fimm hross hlutu 10 fyrir skeið en það eru þau Aldur frá Brautarholti, Brigða frá Brautarholti, Krókur frá Ytra-Dalsgerði, Krókus frá Dalbæ og Þingey frá Torfunesi. 

Til samanburðar voru gefnar sjö 10 í fyrra og þá fyrir prúðleika, hægt tölt, hægt stökk og fet.